sunnudagur, nóvember 11, 2007


Kannski á þessi maður bíl. Kannski ekki. Ég veit ekkert um það. Ég veit hinsvegar að mig bráðvantar bíl hið snarasta. Endilega látið mig vita ef þið vitið af góðum díl. Allt kemur til greina, frá druslum til drossía.

7 ummæli:

Olla Swanz sagði...

viltu kaupa bílinn minn á 50 þús --- ókey þú færð hann á 40 þús, því þú ert fínn gaur

himmih sagði...

PIKKÖPPINN ER TIL SÖLU!

Nafnlaus sagði...

Ég myndi ekki láta grípa mig dauðan á pikköpp, það veistu vel. Og hverskyns jeppa vil ég ekki einu sinni sjá í martröð. Þannig að líklega er það vitleysa hjá mér að allt komi til greina.

Véfrétt sagði...

Renaultinn minn er til sölu, hvorki jeppi né pikköpp, týpískur fjögurra dyra næntísfjölskyldubíll. Hann er '93 árgerð og ber það glögglega með sér, en samt voða vel með farinn svona miðað við aldur og allt það. Pústið er reyndar að gefa sig, æ. En hey, ef þú getur borgað meira en Hringrás (heitir það það ekki?) þá er hann þinn. ;-)

Nafnlaus sagði...

Samúel Örn á örugglega góðan bíl...en það versta við þetta er...mér sýnist hann eiga alveg eins hund og ég...
Læt lóa honum í dag...
kv
Magga Gauja

Nafnlaus sagði...

Er ekki fulllangt gengið að láta lóga Samúel Erni?

Nafnlaus sagði...

Nei, það er ekki fulllangt gengið.