þriðjudagur, maí 18, 2004

ÁRÉTTING

Ég vil hér nota tækifærið til að kveða niður þrálátan orðróm um mig og vin minn sem hefur verið á sveimi um bæinn í allan dag. Fréttin á bls. 9 í DV í dag, undir fyrirsögninni "Fullur á nærbuxum" fjallar ekki um mig, og því síður fjallar fréttin á bls. 8 í sama blaði, undir fyrirsögninni "Koníak fyrir að bera á sér brjóstin", um Ölla. Þessar fréttir fjalla um okkur alls óskylt fólk, að ég held. Svo vil ég eindregið hvetja fólk til að lesa ekki einungis fyrirsagnirnar á fréttunum - þannig verður svona misskilningur til.

Engin ummæli: