Rúnk og Kim
Hlustaði aðeins á nýju plötuna með Rúnka Júl í gær og leist vel á það sem ég heyrði. Hjálmar spila undir hjá honum á plötunni og gera það barasta afbragðsvel. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að Hjálmar séu hið fínasta band fyrir utan þennan vonlausa söngvararæfil þeirra. Hvílíkt og annað eins gaul man ég ekki eftir að hafa heyrt á plötu áður. Sjálfur Robert Plant hljómar eins og stórsöngvari í samanburði við þennan væskil, og hef ég nú aldrei verið sérlegur aðdáandi píkulegrar raddar Plöntunnar. Ef mér skjátlast ekki leyfðu Hjálmar fríkaða slánahljómborðsleikaranum með geitarskeggið að syngja lagið "Kindin Einar" og hann gerði það skammlaust. Hvers vegna láta þeir hann ekki alfarið um sönginn og þá getur söngvarinn einbeitt sér að gítarleiknum? Hann er nefnilega fínn gítarleikari. En ömurlegur söngvari. Öfugt við Bigga í Maus sem er frekar slakur gítarleikari en kyngimagnaður söngvari og performer af guðs náð. Raddsvið Bigga er ótrúlegt. Ótrúlegt segi ég!!!
Ein lauflétt vísa í tilefni af gleðifregnum dagsins:
Kim á leiðinn´ á klakann er
kemur víst hingað í ágúst
Ég von´ að þú mætir
og veit það þig kætir
að væflast um Nasa með strákúst
(K. Gudmundsson)
1 ummæli:
Þú hlýtur að vera mesta fífl í heimi. Þorsteinn í Hjálmum er stórkostlegur söngvari að mínu mati og Robert Plant er goðsögn og eru fáir í heiminum jafn góðir söngvarar og hann. Þú hefur jafnmikið vit á tónlist og heyrnalaus hæna.
Skrifa ummæli