Kúkaði í buxurnar
Sá óheppilegi atburður átti sér stað snemma í morgun á morgunverðarfundi þekkts fjármálafyrirtækis í Reykjavík að Eiríkur L. Hermóðsson, forritari, kúkaði óvart í buxurnar.Að sögn þeirra sem sátu fundinn með Eiríki kom þetta öllum gersamlega í opna skjöldu. "Ég bara trúi þessu ekki upp á hann Eirík, þetta er svo ægilega geðugur strákur. Hann varð reyndar dálítið furðulegur á svipinn eftir að hann fékk sér rækjusalatið, en þessu átti ég alls ekki von á," sagði María Oppenheimer, fundarritari, augsýnilega í talsverðu sjokki.Fundinum var tafarlaust slitið eftir að upp komst um verknaðinn en ekki verður aðhafst frekar í máli Eiríks þar sem sýnt þykir að um óviljaverk hafi verið að ræða. - ETR
Engin ummæli:
Skrifa ummæli