Ég var í London um daginn. Ég eyddi töluverðum tíma á Oxford Street og gekk margoft framhjá manni sem var með köngulóarvef húðflúraðan framan í sig og betlaði af mér peninga. Mér sýndist betlið ekki ganga sem skyldi hjá honum, a.m.k. gaf ég honum ekki krónu með gati.
- Ég komst ekki hjá því að velta því fyrir mér hvort honum hefði kannski gengið betur að betla ef hann hefði sleppt því að láta tattúvera köngulóarvef framan í sig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli