föstudagur, apríl 21, 2006

Stundum hugsa ég á ensku. Það gerist algerlega ómeðvitað, en þegar ég sé eða heyri um ákveðið fólk koma upp í hugann enskir frasar sem mér finnst lýsa persónunni afar vel. Dæmi:

Þegar ég sé eða heyri um rithöfundinn Andra Snæ Magnason kemur upp í hugann: "pompous ass."

Annað dæmi:

Þegar ég sé eða heyri um badmintonmeistarann Brodda Kristjánsson kemur upp í hugann: "great athlete."

Þegar ég hinsvegar sé eða heyri um leikarann Valdimar Örn Flygenring kemur aðeins eitt orð upp í hugann, og það á íslensku:

"Nammi!"

Engin ummæli: