laugardagur, janúar 06, 2007



Það er nokkuð mergjað hvað Celebrity Big Brother verður áhugavert og spennandi sjónvarpsefni þegar maður ætti að vera að gera ritgerð. Ég á í stökustu vandræðum með að ákveða hvort ég ætti að halda með Jermaine Jackson (sem kallar sig reyndar Muhammad Abdul Aziz í dag) eða Leo Sayer. Eins og sést á myndunum eru þeir báðir hrottalega miklir töffarar. Ég held a.m.k. ekki með Danielle Lloyd, eiginkonu Teddy Sheringham, sem valsar um eins og hún eigi húsið, íklædd grænum flauelsíþróttagalla. Hún veit greinilega ekki að það er ekkert I í team.

Engin ummæli: