miðvikudagur, febrúar 14, 2007




Fyrir réttu ári síðan fæddist hið óvenju yndislega stúlkubarn Hrafnhildur Kjartansdóttir á Landspítalanum í Reykjavík. Hún hefur verið mömmu sinni og pabba endalaus uppspretta ómældrar ánægju síðasta árið og herma fregnir að stoltari foreldrar séu vandfundnir heims um ból.
Frívaktin náði tali af Hrafnhildi eldsnemma í morgun. Aðspurð sagðist hún ætla að eyða afmælisdeginum í ró og næði og jafnvel að naga nefið á bangsanum sínum ef tími gæfist til.
Við óskum Hrafnhildi innilega til hamingju með stórafmælið og birtum hér tvær exclusive fréttamyndir af skvísunni. Sú fyrri var tekin í morgun og sú síðari þegar Hrafnhildur rakst á sjálfan Ringo á röltinu í miðborg Liverpool. Vel fór á með þeim tveimur enda um afburðafólk að ræða.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allir að óska mér til hamingju með litlu frænkuna mína.. :)

Hún er bara svo sæt

Nafnlaus sagði...

- þórunn

Nafnlaus sagði...

Gegt - til hamingju með daginn!

Nafnlaus sagði...

ég ætlaði að vera rosa sniðug og setja svona myndaröð en það virkaði ekki í þessu drasli þannig að ég set þetta bara á linka.

http://i12.tinypic.com/3y3hsf6.jpg
http://i16.tinypic.com/2jeslzn.jpg
http://i18.tinypic.com/4d62fkm.jpg
http://i12.tinypic.com/3yg74a1.jpg

Voða sætt.
-Þórunn

Nafnlaus sagði...

Til hamingju litla frænka mín, leiðinlegt að komast ekki. Kveðja frá Akureyri. ASK