miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Eiki bleiki (eirikurg.blog.is - ég kann ekki ennþá að gera linka á þessum bjánalega nýja blogger) hvatti til umræðu um lög sem maður skammast sín fyrir að fíla á blogginu sínu. Hér er mitt framlag og hvet ég lesendur til að láta í sér heyra um þetta mál:

Það er reyndar orðum aukið að ég skammist mín fyrir að fíla eftirfarandi lög. Ég tók upp þann sið fyrir nokkru síðan að hætta að skammast mín fyrir að fíla ákveðin lög, hljómsveitir eða tónlistarmenn og horfast í augu við þær staðreyndir að hverjum þykir sinn fugl fagur, ekki er öll vitleysan eins, maður er manns gaman og margt er skrýtið í kýrhausnum. Hér er engu að síður listi yfir þrjú lög sem ýmsum hefur brugðið í brún við að heyra mig dásama, lög sem ég set ekki á fóninn í matarboðum nema ég sé í mjög góðra vina hópi:

1. Mika - Grace Kelly: Það virðist öllum vera í nöp við þennan vinalega hómósexúalista, öllum nema flestum 10-15 ára stúlkum í heiminum a.m.k. Mér finnst hann nettur. Hann minnir mig á Queen, Scissor Sisters og Abba - allt eðalgrúppur sem mótað hafa tónlistarsögu vesturlanda að ákveðnu leyti. Love Today er fínt, Big Girls enn betra, en Grace Kelly er best.

2. Bahá Men - Who Let the Dogs Out?: Ég veit ekki almennilega hvað ég var að gera árið 2000 þegar þetta lag var nánast á repeat í útvarpinu svo mánuðum skipti. Ég hef líklega verið að vinna í útvarpslausu umhverfi því ég heyrði lagið örsjaldan og þegar ég loksins hóf að fíla það af krafti voru flestir sem ég þekki orðnir svo hundleiðir á laginu að þá langaði mest til að skjóta Bahá mennina í hnakkann. Ég myndi frekar færa þeim fálkaorðuna fyrir að sjá framleiðendum fréttatíma um víða veröld fyrir sándtrakki undir myndum af hundasýningum um aldur og ævi.

3. Chris DeBurgh - Lady in Red: Efst á listanum mínum yfir lög sem skemmtilegt er að syngja í sturtu. Ekki skemmir fyrir að Chris er fanatískur Liverpool aðdáandi og flýgur reglulega í þyrlunni sinni til Liverpool til að komast á leiki á Anfield. Ég verð illa svikinn ef þyrlan hans heitir ekki Lady in Red og er rauð á litinn.

14 ummæli:

Lára sagði...

Mín skömmustulög eru:

1.Ashlee Simpson - L.O.V.E
2.S Club Seven - Don´t Stop
3.Blue - Curtain Fall

Nafnlaus sagði...

Þinn listi er vægast sagt kynvilltur, en tékkaðu á þessu:

1. Mel C - Never be the same again
2. Rabbi - Andartak
3. Roxette - Spending my time

Nafnlaus sagði...

Ég verð líka að játa syndir mínar með Andartak, það fannst mér alltaf flott lag en sagði engum frá.

Eiríkur

Nafnlaus sagði...

Þessi eru rosaleg:

Katie Melua - 9 Million Bicycles in Bejing

Enya - Sail Away

Kalli Bjarni - Gleðitímar

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að setja Katie Melua á listann yfir leiðinlegustu tónlistarmennina - gjörsamlega óþolandi.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki nóg með að mér finnist Andartak gott - mér finnst Hvernig líður þér í dag? líka vera dúndurlag.

Laulau sagði...

Lady in red er uppáhaldslag allra tíma hjá mér!!! skammast mín EKKERT fyrir það.

Lítið ástarbréf merkt X með Big red.... þoli ekki að kunna það og syngja af innlifun!

Islands in the stream með Dolly og Kenny.

og svo nánast allt með Eyva. Þoli hann ekki jafnmikið og ég fíla að hlusta á hann.....

Bobby Breidholt sagði...

Hmmmm sem einlægur aðdáandi Rod Stewart, Journey og Cock Robin er voða erfitt fyrir mig að finna eitthvað sem ég skammast mín fyrir. En ég skal reyna.

System Of A Down - Marmalade
Ég elskaði 1. plötuna, en finnst þeir vera býsna agalegir í dag. Þetta lag er samt geggjað

Nýdönsk - Alelda
Alveg mergjað. "Alelda! / Sáldrandi brjáli!!" Fokk Laxness mar. Nýdönsk eru hinir sönnu meistarar íslenskrar tungu.

Mika - Take It Easy
Ég sýni Kjarra stuðning í Réttindabaráttu Mika-aðdáenda. Við höfum stofnað klúbbinn "Straights For Mika". Bolirnir eru á leiðinni.

Laufey sagði...

mig langar að koma útur skápnum líka,kellingarskápnum:

faith hill - breathe
shania twain - still the one
HIM - join me in death

mika?? oj ég ÞOOOOLI HANN EKKI!!

d-unit sagði...

ég er að semja minn úff þetta er erfitt..

kem með hann í dag

dd

Nafnlaus sagði...

If you want to be my lover - Spice Girls
Wicked Games - Chris Isaak
King of my castle - Wamdue Project

Nafnlaus sagði...

Ég stóð mig að því að syngja hástöfum með laginu 9 to 5 með Dolly Parton um daginn í útvarpinu.. Og ég kunni textann! Veit ekki hvernig stendur á því...

Þegar ég og vinir mínir vorum rosalega hipp og kúl hlustuðum við á rosalega óþjála djasstónlist og eitthvað artífartí indídót en þegar ég var einn hlustaði ég á gamlar Van Halen plötur og ZZ Top..

Valtýr/Elvis2

d-unit sagði...

ég er varla að geta þetta mögulega þessi hérna en Lára er að komast glettilega nálægt mínum lúðalögum en ok... here goes nuthin

1. Asslee Simpson segi ég líka L.O.V.E
2. Panic! at the dancefloor I write sins not tragedies
3. Spice girls - Who do you think you are?

man... og mér finnst þetta ekki góður listi hjá mér og vil eflaust fá að breyta seinna því ég hef nú þegar miklar efasemdir hvort að lag númer 2 sé laumuuppáhald eða að það fari í taugarnar á mér í alvörunni.. ?? ég veit það ekki man.. Kjarri þetta er allt of erfitt

dd

Nafnlaus sagði...

1. More Than That - Backstreet Boys.
Árið 2000 í hnotskurn.

2. (Everything I Do) I Do It for You - Brian Adams.
aaahhh... júní 1991.. My man Costner á toppnum, Dallas enn í gangi á Stöð 2, Gorbachev stendur enn uppréttur og berst hetjulega við óþokkann Yeltsin, Magic Johnson stendur vaktina hjá Lakers og Davíð Scheving er enn að framleiða Ljóma, Ískóla og Trópí niðrí Þverholti.
Allt þetta átti eftir að hrynja til grunna nokkrum mánuðum síðar. Með þessu snilldarlagi nær Brian að ramma inn þennan ótrúlega tíma. Everything I do indeed Costner/Hagman/Gorbi/Magic/Davíð, I indeed do for you.. Ójá.

3. Mmm Mmm Mmm Mmm - Crash Test Dummies.
Ég fékk plötuna God Shuffled His Feet lánaða hjá bekkjarbróðir mínum 1994. My life has never been the same after that. Minnir mann óþægilega mikið á Kvennó árin og því er þetta lag ekki mikið spilað á mínu heimili í dag.


Aukalag sem ég hefði sett á listann fyrir nokkru: Robert De Niro's Waiting - Bananarama. Hafði mikið samviskubit yfir því að fíla þetta lag, en eftir að ég fór að rýna í textann þá komst ég að því að lagið fjallar um hugsanir ungrar stúlku sem hefur verið nauðgað. Lagið er því grafalvarlegt eftir allt saman. Lesson: Ekki láta saklaust 80´s sándið gabba ykkur, það voru listamenn sem actually voru að reyna að segja eitthvað á þessum tíma fjandinn hafi það.


Kveðja,

Ferdinand