
Kannski á þessi maður bíl. Kannski ekki. Ég veit ekkert um það. Ég veit hinsvegar að mig bráðvantar bíl hið snarasta. Endilega látið mig vita ef þið vitið af góðum díl. Allt kemur til greina, frá druslum til drossía.
Enginn er Eyþór Arnalds
Ég gæti trúað því að þetta sé fyndnasta íslenska grínatriði sem ég hef séð. Á ævinni.
Mikið djöfulli er þetta nú fínt lag. Síðast þegar ég vissi bjó trommari The Adverts, Laurie Driver, á Íslandi. Hafa lesendur frekari vitneskju um afdrif hans?
Ricky Gervais getur verið mjög funny. Mæli með þessu - fyndnasta stöffið er í endann.
Jæja, ég náði loksins að finna út úr þessu veseni með að pósta youtube dóti á bloggið mitt. Vandamálið var ekki ýkja flókið þegar allt kom til alls: þessi nýi blogger er vanskapaður saur. Eníhú.
Ég er í nostalgíukasti að hlusta á Liverpool hljómsveitir frá 9. áratugnum, er að tapa mér yfir OMD, Echo and the Bunnymen, Frankie Goes to Hollywood, Teardrop Explodes og svo mætti lengi telja. China Crisis eru nú samt the pick of the bunch. Hver sem þú ert og hvað sem þú ert að gera - ég skipa þér að taka þér pásu og hlusta á þetta hreinræktaða og unaðslega popp, beinustu leið frá the Pool of Life. Þetta er eins og hunang fyrir eyrun, ef þér þykir gott að vera með klístruð eyru. Þú verður betri manneskja fyrir vikið, ég ábyrgist það. Herrar mínir og frúr, frá Liverpool - China Crisis gjörið svo vel.